Um vafrakökur á
vefsíðum Novartis

 

Hvað eru vafrakökur?

Vafrakökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru sendar í tölvuna í hvert sinn sem þú ferð inn á vefsíðu. Á vefsíðum Novartis Group fyrirtækja (Novartis) gegna vafrakökur nokkrum mismunandi hlutverkum eins og t.d. að gera notandanum kleift að vafra um síðuna á skilvirkan hátt, geyma stillingar og að tryggja sem besta upplifun notandans af vefsíðunni.

Í tilskipun Evrópusambandsins 2009/136/EB segir að vista megi vafrakökur á tölvunni þinni ef þær eru nauðsynlegar fyrir virkni síðunnar en fyrir allar aðrar vafrakökur þurfum við þitt leyfi fyrir vistun.

Vefsíður Novartis nota stundum vafrakökur sem ekki eru nauðsynlegar. Þetta er ekki gert til að fylgjast með einstaka notendum eða til að bera kennsl á þá, heldur til þess að öðlast mikilvæga þekkingu á því hvernig vefsíðurnar eru notaðar og í þeim tilgangi að gera vefsíðurnar stöðugt betri fyrir notendur. Við getum ekki veitt þá þjónustu sem við gerum án þeirrar þekkingar sem við fáum frá kerfunum sem nota þessar vafrakökur.

Þær tegundir af vafrakökum sem við notum

Ef þú ákveður að velja tungumál, leturstærð eða tiltekna útgáfu af vefsíðunni (t.d. í háskerpu) eru notaðar „vafrakökur sem sérsníða notendaviðmót“. Þegar einu sinni er búið að stilla þetta þarftu ekki að velja þínar stillingar á ný þegar þú heimsækir síðuna aftur seinna.

Ef þú notar hluta síðunnar sem krefjast skráningar til að fá aðgang að efni munum við setja „auðkenningaköku“ á tölvuna þína. Þetta gerir þér kleift að fara og koma aftur á þessa hluta síðunnar án þess að auðkenna þig aftur.

Ef þú ert með Adobe Flash uppsett á tölvunni þinni (flestar tölvur hafa það) og þú notar myndbandsspilara geymum við „flash-köku“ á tölvunni þinni. Þessar vafrakökur eru notaðar til að geyma gögn sem þarf til að spila mynd- eða hljóðefni og geyma stillingar notandans.

Novartis vill skilja hvernig gestir nota vefsíður okkar með því að nota vefgreiningarþjónustur. Þær telja fjölda gesta og upplýsa okkur um hegðun gestanna - eins og að bera kennsl á leitarorð leitarvélarinnar sem leiða notandann á síðuna, dæmigerða lengd dvalar á síðunni eða meðalfjölda síðna sem notandi skoðar. Í þessu skyni setjum við „greiningarköku frá fyrsta aðila“ á tölvuna þína.

Hugsanlega notum við einnig þjónustuaðila eins og Google Analytics til að vinna tölfræðiupplýsingar. Í þeim tilfellum mun Google setja inn „vafrakökur frá þriðja aðila“ inn á tölvuna. Þetta er líka raunin þegar við notum Google kort.

Novartis eða hlutdeildarfélag þess geymir og hefur umsjón með öllum gögnum sem safnað er með vefkökunum í þeim löndum sem Novartis starfar.

Hvernig á að stilla vafrakökur

Ef þú vilt ekki taka á móti vafrakökum getur þú stillt vafrann þinn þannig að þú ert látinn vita þegar vafrakökur eru sendar í hann eða þú getur hafnað vafrakökum alfarið. Þú getur einnig eytt vafrakökum sem þegar er búið að setja inn.

Ef þú vilt takmarka eða loka á vafrakökur í netvafra sem búið er að setja inn á búnaðinn sem þú notar, þá er hægt að gera það í stillingum vafrans og ætti hjálparbúnaður vafrans að geta aðstoðað þig við það. Hins vegar, ef þú samþykkir ekki vafrakökur okkar, gætirðu ekki notað alla eiginleika vafrahugbúnaðarins þíns eða vefsíðu okkar.