Notkunarleiðbeiningar fyrir Kesimpta® Sensoready® lyfjapenna

Mikilvægt er að þú skiljir og fylgir þessum notkunarleiðbeiningum áður en inndæling
með Kesimpta er gefin. Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef
þörf er á frekari upplýsingum áður en Kesimpta er notað í fyrsta skipti.

MUNDU:

  • Ekki nota lyfjapennann ef innsiglið á ytri öskjunni eða innsiglið á lyfjapennanum er rofið. Geymið lyfjapennann í innsigluðu ytri öskunni þangað þú ert tilbúin/tilbúinn að nota lyfið
  • Ekki má hrista lyfjapennann.
  • Ekki nota lyfjapennann ef þú missir hann og sjáanlegar skemmdir eru á honum eða ef hann hefur dottið þegar hettan var ekki á honum.
  • Farga skal notaða lyfjapennanum strax eftir notkun. Ekki má endurnýta lyfjapennann. Sjá„Hvernig á að farga Kesimpta Sensoready lyfjapennanum?“ í lok þessara notkunarleiðbeininga.

HVERNIG GEYMA Á KESIMPTA

  • Geymið öskjuna með lyfjapennanum í kæli við 2°C - 8°C.
  • Geymið lyfjapennann í upprunalegu öskjunni fram að notkun til varnar gegn ljósi
  • Lyfjapenninn má ekki frjósa

Geymið Kesimpta þar sem börn hvorki ná til né sjá.

HLUTAR KESIMPTA SENSOREADY LYFJAPENNA (sjá mynd A):

Kesimpta Sensoready lyfjapenni er sýndur þegar hettan hefur verið tekin af. Ekki fjarlægja hettuna fyrr en þú ert tilbúin/tilbúinn að gefa lyfið.

PICTURE A.png

ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT FYRIR INNDÆLINGUNA:

Fylgir í öskjunni:

  • Nýr Kesimpta Sensoready lyfjapenni (sjá mynd B)

Fylgir ekki í öskjunni (sjá mynd C):

  • 1 sprittþurrka
  • 1 bómullarhnoðri eða grisja
  • Ílát fyrir beitta hluti

Sjá „Hvernig á að farga Kesimpta Sensoready lyfjapennanum?“ í lok þessara notkunarleiðbeininga

B.png
C.png

FYRIR INNDÆLINGU:

Taktu lyfjapennann úr kæli 15 til 30 mínútum fyrir inndælinguna þannig að hann nái stofuhita.

Skref 1. Mikilvæg öryggisatriði sem þarf að skoða fyrir inndælingu (sjá mynd D):

  • Skoðaðu gluggann á lyfjapennanum. Vökvinn á að vera tær eða örlítið ópallýsandi.
    Ekki nota lyfið ef vökvinn inniheldur sjáanlegar agnir eða er skýjaður.
    Þú getur séð litla loftbólu, sem er eðlilegt.
  • Skoðaðu fyrningardagsetninguna (EXP) á lyfjapennanum. Ekki nota lyfjapennann ef komið er fram yfir fyrningardagsetninguna.

Hafðu samband við lyfjafræðing eða heilbrigðisstarfsmann ef lyfjapenninn stenst ekki allar þessar skoðanir.

PICT D.png

Skref 2. Veldu stungustað:

  • Ráðlagður staður er framan á lærum. Þú getur einnig notað neðri hluta kviðar en ekki svæðið 5 sentimetra í kringum naflann (sjá Mynd E).
  • Veldu mismunandi stað í hvert skipti sem þú gefur þér inndælingu með Kesimpta.
  • Ekki gefa lyfið í svæði þar sem húðin er aum, marin, rauð, flögnuð eða hörð. Forðist svæði með örum eða slitförum eða sýkingu.
PICT E.png

 

  • Ef umönnunaraðili eða heilbrigðisstarfsmaður gefur þér inndælinguna má einnig nota svæðið utanvert á upphandleggjum (sjá Mynd F).
PICT F.png

Skref 3. Hreinsaðu stungustaðinn:

  • Þvoðu þér um hendurnar með sápu og vatni.
  • Hreinsaðu stungustaðinn með sprittþurrku með hringlaga hreyfingu. Láttu hann þorna áður en sprautað er (sjá mynd G).
  • Ekki snerta hreinsaða svæðið aftur áður en sprautað er.
PICT G.png

INNDÆLINGIN

Skref 4. Fjarlægið hettuna:

  • Ekki fjarlægja hettuna fyrr en þú ert tilbúin/tilbúinn að nota lyfjapennann.
  • Snúðu hettuna af í áttina sem örvarnar vísa (sjá mynd H).
  • Fargið hettunni. Ekki reyna að setja hettuna aftur á.
  • Notaðu lyfjapennann innan 5 mínútna frá því að hettan var tekin af.

Nokkrir dropar af lyfi geta komið úr nálinni. Það er eðlilegt.

Pict H.png

Skref 5. Haldið á lyfjapennanum:

  • Haldið lyfjapennanum í 90° við hreinsaða stungustaðinn (sjá mynd I).
CORRECT INCORRECT.png
pict I.png
border_updated

Mikilvægt: Meðan á inndælingunni stendur munt þú heyra 2 háværa smelli:

  • Fyrri smellurinn gefur til kynna að inndælingin sé hafin.
  • Síðari smellurinn gefur til kynna að inndælingunni sé næstum lokið.

Þú verður að halda lyfjapennanum áfram þétt upp að húðinni þar til þú sérð grænan vísinn fylla gluggann og hætta að hreyfast.

border_updated

Skref 6. Inndælingin hafin:

  • Þrýstu lyfjapennanum þétt upp að húðinni til að hefja inndælinguna (sjá Mynd J).
  • Fyrri smellurinn gefur til kynna að inndælingin sé hafin.
  • Haltu lyfjapennanum áfram þétt upp að húðinni.
  • Græni vísirinn sýnir framgang inndælingarinnar.
pict J.png

Skref 7. Inndælingunni lokið:

  • Hlustaðu eftir síðari smellinum. Hann bendir til þess að inndælingunni sé næstum lokið
  • Skoðaðu hvort græni vísirinn fylli gluggann og sé hættur að hreyfast (sjá Mynd K).
  • Þú mátt núna fjarlægja lyfjapennann (sjá Mynd L).
Pict K.png
Pic L.png

EFTIR INNDÆLINGUNA:

  • Ef græni vísirinn fyllir ekki gluggann þýðir það að þú hafir ekki fengið fullan skammt. Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef græni vísirinn er ekki sjáanlegur.
  • Það getur verið smá blóð á stungustaðnum. Þú getur þrýst bómullarhnoðra eða grisju yfir stungustaðinn og haldið í 10 sekúndur. Ekki nudda stungustaðinn. Þú getur sett lítinn plástur yfir stungustaðinn ef blæðing heldur áfram.

HVERNIG Á AÐ FARGA KESIMPTA SENSOREADY LYFJAPENNANUM?

Skref 8. Fargaðu notaða Kesimpta Sensoready lyfjapennanum:

  • Farga skal notaða lyfjapennanum í ílát fyrir beitta hluti (þ.e. stunguþolið, lokanlegt ílát eða sambærilegt) (sjá Mynd M).
  • Reyndu aldrei að endurnýta lyfjapennann.

Geymið ílátið fyrir beitta hluti þar sem börn ná ekki til.

Pic M.png